UPPFÆRÐ DAGSKRÁ Förum á flug! Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar á Bifröst 16. mars

Opnað hefur verið fyrir skráningu á flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar 2019!

Yfirskrift viðburðarins er „Förum á flug“ og dagskráin gerir ráð fyrir spennandi stjórnmálaumræðu, t.d. um alþjóðamál, kjarabaráttuna og hlýnun jarðar. Skráðu þig hér:

Grasrótin og stjórnmálastarfið framundan verður í brennidepli svo þetta er fullkomið tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum og málefnahópum. Anna Steinsen, stjórnendaþjálfi og eigandi KVAN, fer með okkur á flug í byrjun fundar en hann endar á svo á hamingjustund og glensi með Jakobi Birgissyni.

Rútur verða í bæinn að hamingjustund lokinni en við mælum með að áhugasamir næli sér í herbergi á góðu verði, og sæki kvöldverð með skemmtilegum uppákomum og dögurð með þingmönnum morguninn eftir.

Dagskrá laugardaginn 16. mars

  • 10:30                 Morgunhressing og skráning
  • 11:00-11:30     Komdu á flug, Anna Steinsen, leiðtogaþjálfi fjallar um viðhorf og hvatningu
  • 11:30-11:40     Talað saman þvert yfir Ísland, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar þau Pétur Hrafn Sigurðsson, formaður                                       sveitarstjórnarráðs, Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi sjónvarpsstjóri N4, og Silja Jóhannesdóttir,                                               verkefnisstjóri atvinnuþróunuarfélags Þingeyinga, fara yfir hagnýt ráð um fjarsamskipti.
  • 11:40-12:15      Ræða formanns
  • 12:20-13:00    Hádegismatur
  • 13:00-14:00    Tæki og tól til nýsköpunar, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnunarleiðtogi heldur örnámskeið í skapandi                                  verkefnastjórnun
  • 14:00-16:00    Virk þátttaka – málefnavinna grasrótar, stjórnmálaályktun, meðferð tillagna að ályktunum
  • 16:00-16:30    Ræðum um pólitík: Almennar stjórnmálaumræður
  • 16:30 -16:40    20 ára afmæli Samfylkingarinnar – hvert stefnir hreyfingin og hvar verðum við á 40 ára afmælinu?
  • 17:00-18:00    Hamingjustund og glens með Jakobi Birgissyni – Samfylkingarfólk er vitanlega með eindæmum                                                   skemmtilegt en fáir hafa fengið jafn jákvæða umsögn um skemmtilegheit og Jakob eða svo vitað sé í orð                                       skemmtikraftsins Ara Eldjárns „aldrei séð annað eins talent“
  • 18:00                 Áætlað að rúta fari til baka til Reykjavíkur.
  • 19:00                 Fordrykkur í Kringlunni í boði sveitarstjórnarráðs
  • 20:00                Kvöldverður, skemmtiatriði og karókí með DJ Sigrúnu (hér þarf að skrá sig sérstaklega)

 

 

Sunnudagurinn 17. mars
Engin kvöð er lögð á að fólk gisti en þeir sem það gera geta átt von á notalegri stund með þingmönnum flokksins yfir morgunverði, göngu upp á Grábrók eða Glanna, eftir því sem veður leyfir, með Karen Kjartansdóttur og Helgu Völu Helgadóttur.

________

Fundargjaldi er stillt í hóf og er 2000 krónur fyrir almenna flokksmenn og 1500 krónur fyrir námsmenn og öryrkja. Innifalið í gjaldinu er aðgangur á sjálfan fundinn og hamingjustund, auk morgunhressingar, hádegisverðar og kaffi.

Vð hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka þátt. Félagar, makar og börn velkomin.
Ertu ekki félagi í Samfylkingunni? Skráðu þig hér: https://xs.is/vertu-med/.

ATH. að fólk verður sjálft að sjá um skráningu í gistingu.

Tilboð verður á gistingu fyrir Samfylkingarfólk á Hótel Bifröst þessa helgi.
Gisting í einstaklingsherbergi með morgunmat: 12.000 kr. herbergið.
Gisting í tveggja manna herbergi með morgunmat: 15.500 kr. herbergið
Tveggja rétta kvöldverður: 6.400 kr. á mann. Happy hour frá kl. 17 – 19

Ef einhverjar spurningar eru er hægt að hafa samband. Netfangið er [email protected] eða í síma 414 2200.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Við hvetjum ykkur líka til að skrá ykkur á Facebook-viðburðinn og deila með vinum.