1. maí á höfuðborgarsvæðinu

1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins.

Við hvetjum alla félagsmenn til að fylkja liði í kröfugöngur og kíkja síðan í hið árlega 1. maí kaffi, sætindi og góða skemmtun hjá Samfylkingarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eftirfarandi viðburðir hafa verið auglýstir:

Verkalýðskaffi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík
 í Gamla bíó að lokinni kröfugöngu og útifundinum á Ingólfstorgi – 15:00

Dagskrá hefst um kl. 15.00 að loknum útifundi: Logi Einarsson, fomaður Samfylkingarinnar, Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi, Jo van Schalwyk, verkefnastjóri og Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur flytja ræður í tilefni dagsins. Fundarstjóri verður Helga Vala Helgadóttir og Svavar Knútur heldur uppi fjörinu.

https://www.facebook.com/events/656931098098886/

Verkalýðskaffi Samfylkingarinnar í Kópavogi verður haldið í austursal Cafe Catalina í Hamraborg 11 í Kópavogi – 15:00

Pétur Hrafn Sigurðsson oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi bíður gesti velkomna
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður okkar talar kl. 15
Donata Bukowska varabæjarfulltrúi talar kl. 15.30 um stöðu erlends verkafólks á Íslandi.
Tónlist í boði Hrafnhildar Magneu (Raven) og Jónasar Orra
Kökuhlaðborð að hætti Samfylkingarinnar

https://www.facebook.com/events/439684416575673/

Verkalýðskaffi Samfylkingarinnar í Hafnafirði á Strandgötu 43 – 13:00

Opið hús á milli 13 og 15.

Að því loknu verður gengið saman á samstöðutónleika Verkalýðsfélagsins Hlífar og STH (Starfsmannafélags Hafnarfjarðar) sem hefst klukkan 15:00 í bæjarbíó.

https://www.facebook.com/events/2031463023824948/