Ný stefna borgarinnar í málefnum heimilislausra kynnt

Við minnum á fund Samfylkingarfélagsins í Reykjavík um batamiðaða skaðaminnkun og heimilislaust fólk. Fundurinn verður haldinn á Hallveigarstíg 1, miðvikudaginn 22. maí og hefst kl. 20.

Á undanförnum misserum hefur Reykjavík verið að innleiða fjölda nýrra úrræða í málefnum heimilislausra og nýverið voru kynnt drög að nýrri stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Skaðaminnkunarúrræði, forvarnir og húsnæði fyrir alla eru þar mikilvægustu leiðarstefin.

Á fundinum mun Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, kynna þetta viðamikla verkefni og ræða um stefnuna til framtiðar.