Tölum um 3. orkupakkann

Samfylkingin boðar til fundar á Hallveigarstíg 1 á miðvikudaginn 8. maí klukkan 19:30.
Aðalumræðuefni fundarins er 3. orkupakkinn.  Einnig verður farið ofan í saumana á EES samningnum og auðlindaákvæði í nýju stjórnarskránni í samhengi við þriðja orkupakkann. Fundinum verður streymt á Facebook síðu flokksins.

Dagskrá fundarins
• Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar
• Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingkona
• Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands
• Spurningar og umræður

Öll velkomin !
Þingflokkur Samfylkingarinnar