Sæmd fálkaorðu fyrir framlag í þágu mannréttinda og mannúðar
Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi þingmaður, var í gær sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu mannúðar og jafnréttisbaráttu hinsegin fólks.
Við hjá Samfylkingunni óskum Guðrúnu innilega til hamingju og sendum henni innilegt þakklæti fyrir það góða starf sem hún hefur unnið fyrir samfélagið og flokkinn í gegnum tíðina.
Guðrún hefur komið víða við á ferli sínum. Hún lauk námi í félagsfræði og félagsráðgjöf frá Roskilde Universitetscenter 1983, framhaldsnám við sama skóla í fjölmiðlafræði. Að námi loknu starfaði hún meðal annars sem hjá Sambands íslenskra námsmanna erlendis, verkefnisstjóri hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, starfaði hjá Styrktarfélagi vangefinna, var framkvæmdastjóri námskeiða fyrir aðstandendur fatlaðra barna og félagsmálafulltrúi hjá Sjálfsbjörgu. Yfirfélagsráðgjafi á kvennadeild Landspítala og stundakennari við læknadeild og félagsvísindadeild Háskóla Íslands um tíma. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Kvennalistann frá 1992-1994 en var kjörin borgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann árið 1994 og var borgarfulltrúi til ársins 1998. Hún starfaði sem deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu frá 1998-1999 eða þar til hún var kosin á þing fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Guðrún sat á þingi til ársins 2007. Árið 2007 hóf hún störf sem sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og gegndi því starfi til ársins 2010 er hún var ráðin á vegum dómsmálaráðuneytisins sem tengiliður ríkisins og þeirra einstaklinga sem vistaðir höfðu verið á vistheimilum á vegum hins opinbera sem börn og unglingar og sætt þar harðræði. Árið 2018 var Guðrún kosin í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna.
Frekari upplýsingar um Guðrúnu má lesa í grein á Wikipedia og á síðu Alþingis.
Alls sæmdi forseti Íslands sextán Íslendinga fálkaorðunni í dag fyrir framlag sitt en hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá.
Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir ljósmóðir og hjúkrunarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð
Bára Grímsdóttir tónskáld og formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar, Reykjavík, riddarakross fyrir varðveislu og endurnýjun á íslenskum tónlistararfi
Bogi Ágústsson fréttamaður og formaður Norræna félagsins, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi fjölmiðlunar og norrænnar samvinnu
Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi og fyrrverandi þingkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag í þágu mannúðar og jafnréttisbaráttu hinsegin fólks
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar
Helgi Árnason skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi skóla og skáklistar ungmenna
Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir og dósent við Háskóla Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu ljósmæðra og skjólstæðinga þeirra
Hjálmar Waag Árnason fyrrverandi skólameistari, þingmaður og framkvæmdastjóri Keilis, Reykjanesbæ, riddarakross fyrir forystu á vettvangi skólastarfs og menntunar
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskar tónlistar
Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur, Álftanesi, riddarakross fyrir framlag til eflingar heilbrigðis og íþrótta eldri borgara
Jóhanna Erla Pálmadóttir verkefnastjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands, Blönduósi, riddarakross fyrir störf í þágu safna og menningar í heimabyggð
Jón Ólafsson fyrrverandi prófessor, Kópavogi, riddarakross fyrir rannsóknir, fræðistörf og kennslu á sviði haffræði
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Reykjavík, riddarakross fyrir nýjungar í stjórnun og mannauðsmálum hjá hinu opinbera
Tatjana Latinovic deildarstjóri, formaður Kvenréttindafélags Íslands og formaður Innflytjendaráðs, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til atvinnulífs, jafnréttis og málefna innflytjenda
Þórður Guðlaugsson vélstjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir lífsstarf á vettvangi sjávarútvegs og björgunarafrek í mannskaðaveðri
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til sagnfræða og íslenskra bókmennta