Jóhanna Vigdís verður starfandi formaður framkvæmdastjórnar fram í ágúst
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir verður áfram starfandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar í fjarveru Ingu Bjarkar Bjarnadóttur, sem verður í leyfi fram yfir fyrstu helgina í ágúst. Jóhanna Vigdís, hefur verið starfandi formaður framkvæmdastjórnar frá því 8. apríl síðstaliðinn.
Jóhanna er varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og framkvæmdastjóri Almannaróms, miðstöðvar um máltækni, sem hefur það meginhlutverk að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni.