Söguganga jafnaðarmanna á laugardaginn
Við vekjum athygli á Sögugöngu með Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi um söguslóðir jafnaðarmanna sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir laugardaginn 31. ágúst kl. 14.
Safnast saman við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli þar sem sagt verður frá Alþýðuhúsinu.
Gengið síðan yfir í Þingholtin á söguslóðir þekktra forystumanna jafnaðarmanna. Haldið síðan niður að Iðnó og endað á fæðingarslóðum Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins við Kirkjutorg og Tjörnina.
Gangan tekur einn og hálfan til tvo tíma.