Helga Vala nýr formaður velferðarnefndar Alþingis

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar, er nýr formaður vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is. Samkvæmt samkomulagi Samfylkingarinnar og Pírata mun þingmaður Pírata taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd af Helgu Völu.

Hún var kjörin á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum árið 2017. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 11. september talaði Helga um misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og vakti athygli á átakinu „ á allra vörum.“  Sagði hún meðal annars að á síðasta ári hafi 20 ungmenni undir 30 áralátist vegna lyfja eða fíkniefnanotkunar.

„581 einstaklingur undir 30 ára innritaðist í fyrstu meðferð á vogi í fyrra, þar af 70 undir 20 ára. Hann Einar Darri átti bara eitt líf, rétt eins og við hin, en við getum ekki sem samfélag látið þetta ganga svona lengur. Loforð um breytingar verður að efna og þar skora ég á stjórnvöld að gera miklu miklu betur“

Helga Vala hefur meðal annars lagt áherslu á jafnrétti, kostnaðar þáttöku sjúklinga, málefni flóttamanna og hælisleitenda, umfhverfismál og að Ísland fengi nýja stjórnarskrá.