Hvernig viljum við hafa LÍN? Opinn fundur í Iðnó

Nýtt lánasjóðsfrumvarp verður kynnt á næstunni. Við viljum fá að ræða kosti þess og galla með stúdentum og fara yfir stefnu Samylkingarinnar í þessum málum.  Menntamálanefnd Samfylkingarinnar boðar því til opins fundar í hádeginu á Iðnó, mánudaginn 16. september og kallar eftir skoðunum stúdenta.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður og formaður málefnanefndar Samfylkingarinnar um menntamál, stýrir fundi en auk þess mæta:

  • Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður allsherjar og menntamálanefndar
  • Þórunn Sveinbjarnadóttir, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna – BHM
  • Sigrún Jónsdóttir varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta – LÍS
  • Marínó Örn Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands – SHÍ

Jafnrétti til náms er grunnurinn að því stéttlausa samfélagi sem við þykjumst stundum búa í, en það er alveg örugglega grunnurinn að því stéttlausa samfélagi sem við viljum búa í.

Þetta segir Jóhanna Vigdís og minnir á mikilvægi þess að stúdentar fari láti sig málið varða.

 

Posted by Samfylkingin on Þriðjudagur, 10. september 2019