Verkefnastjóri í miðlun og viðburðahald

Samfylking óskar eftir starfmanni í verkefnastjórn, miðlun og skipulagningu viðburða á vegum flokksins.

Viðkomandi mun vinna náið með framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra við að kynna málefni flokksins, skipuleggja og halda utan um viðburði, samfélagsmiðla, gæta að skyldum gagnvart Persónuvernd og miðla upplýsingum um störf Samfylkingarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Halda utan um áætlun vegna viðburða á vegum Samfylkingarinnar
• Styðja við kjörna fulltrúa og miðla upplýsingum um störf þeirra
• Gæta að því að skyldum gagnvart Persónuvernd sér fylgt eftir
• Veita sjálfboðaliðum Samfylkingarinnar ráðgjöf og stuðning

Hæfniskröfur:
• Reynsla og áhugi á viðburðastjórnun og markaðssetningu
• Færni til að búa til og miðla efni á samfélagsmiðlum
• Þekkingu á tækni- og myndbúnaði
• Jákvætt hugarfar og starfsgleði
• Frumkvæði, metnaður til að ná árangri, sjálfstæð og öguð vinnubrög
• Reynsla af að starfa með sjálfboðaliðum æskileg
• Þekking og áhugi á pólitísku starfi
• Undirstöðuþekking á GDPR, það er að segja nýjum Persónuverndarlögum

Umsóknarfrestur er til og með 23. sept 2019

Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 28. september 2019.

Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið [email protected]