Dagskrá flokksstjórnarfundar

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar í Austurbæ, laugardaginn 19. október 

10:00 Innskráning hefst með setningu og morgunkaffi.

10:30 Nýjar hugmyndir í loftslagsmálum í hnattrænu samhengi
Annette L. Bickford
, sérfræðingur í loftslagsréttlæti ræðir nýjar hugmyndir í hnattrænu samhengi

11:00 Ræða formanns
Logi Einarsson
, formaður Samfylkingarinnar

11:45 – 12:30 Hlé og hádegisverður með léttu ívafi

12:30 – 13:30 Tækifæri og áskoranir jafnaðarmanna í umhverfismálum á Íslandi

Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari stýrir umræðum og pallborði um aðgerðir í umhverfismálum.

  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  • Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri

Í pallborðsumræðum með þeim Degi og Hildu Jönu verða einnig:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, í námi sínu við Goldman School of Public Policy við Kaliforníuháskóla í Berkley lagði hún áherslu á stefnumótun á sviði loftslagsmála og í lokaverkefni  sínu lagði hún mat á stefnu íslenskra stjórnvalda um rafbílavæðingu.
Brynhildur Pétursdóttir,  framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Sjálfbær og siðræn neysla er eitthvað sem Neytendasamtökin hafa alltaf láta sig varða og fjallað mikið um enda eitt af hlutverkum neytendasamtaka að fræða og upplýsa neytendur svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun.

Umræður og fyrirspurnir

13:30 – 15:00 Vinnustofa – Hvað getum við gert?

Áskoranir í loftslagsmálum eru margvíslegar og þvera allt svið samfélagsins. Ef við leggjum hugvit okkar saman fást bestu lausnirnar. Fundargestir munu vinna eftir þemu á borðunum og skila af sér afurð í formi tillagna til þingflokks og sveitarstjórnar Samfylkingarinnar– hagkerfið, samgöngur og skipulag, græn atvinnumál, einstaklingar/neytendur, nýsköpun og tæknilausnir – framtíðin.

Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur á sviði loftslagsmála, stýrir vinnustofu ásamt borðastjórum: Óskar Steinn Ómarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Inger Erla Thomsen, Geir Guðjónsson og Eysteinn Eyjólfsson.

15:00 – 15:10 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, fer yfir kröfur ungs fólks til stjórnmálamanna

15:10 – 16:40 Almennar umræður og afgreiðsla tillagna

16:40 – 17:00 Skilaboð frá Ungum jafnarðarmönnum

Stefnumót og happy hour með þingmönnum og sveitarstjórnarfólki á barnum. DJ og skemmtiatriði.

 

Fundarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar

 

Ályktanatillögur

Ályktun um skipan rannsóknarnefndar

Ályktunartilllaga um veggjöld

Ályktun um loftslagsmál

Ályktun stjórnar um jöfnuð og kjaramál

Breytingartillögur

Breytingatillögur á Skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista