Samfylkingin tekur forystu í loftslagsmálum

Gert er ráð fyrir að dregið sé úr losun gróðurhúslofttegunda um 55% árið 2030, notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt árið 2030, sérstakt embætti loftslagsráðherra verði sett og 2,5% af vergri landsframleiðsu til loftslagsaðgerða. Þetta er meðal sem fram kemur í ályktun um aðgerðir við loftslagsvá, sem samþykkt var á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, 19. október í Austurbæ í Reykjavík. Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og formaður málefnanefndar flokksins um umhverfismál, kynnti ályktunina á fundinum. Hún segir að með samþykkt hennar sé Samfylkingin orðin leiðandi í umhverfismálum hér á landi og hafi lýst sig reiðubúna að taka við leiðtogahlutverki flokkanna þeim samfélagsbreytingum sem þurfa að eiga sér stað vegna loftslagsváinnar sem heimurinn stendur frammi fyrir.

„Stefna Samfylkingarinnar um Sjálfbært Ísland er róttækasta stefna sem sett hefur verið fram í loftslagsmálum í dag,“ segir Eva.

Eva segir einnig að þótt stefnan sé róttækari en það sem áður hefur þekkst meðal stjórnmálaflokka á Íslandi, sé  hún er heildræn og raunhæf. Þá sé hún einnig í samræmi við það sem önnur lönd í kringum okkur hafi þegar lagt til, svo sem Danmörk og Þýskaland.

Um stefnuna og aðgerðir má lesa hér auk meðfylgjandi skjals.

Ályktun-loftslagsmál-haust2019v