Gegn kvótabraski, skattaskjólum og spillingu

Ræðum leiðir gegn óábyrgum viðskiptaháttum, skattaskjólum og ægivaldi einstakra manna yfir sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Á morgun á milli klukkan 17 til 19 á Kaffi-Læk. Sjá einnig viðburð á Facebook. 

Hvað á að gerast þegar fyrirtæki sem hafa aðgang að sameigilegri auðlind þjóðarinnar standa ekki undir trausti?

Hvernig aukum við gegnsæi í viðskiptaháttum?

Er hægt að uppræta skattaskjól?

Á fundinum verða meðal annars Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir og Magnús Árni Skjöld, deildarforseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst og formaður alþjóðanefndar Samfylkingarinnar.

Fundarstjóri verður Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og formaður umhverfisnefndar Samfylkingarinnar.

Fundurinn verður haldinn í hliðarsal í Kaffi Læk.

Fundurinn er öllum opinn. Við hlökkum til að sjá ykkur!