Hlustaðu á upplýsandi nýja hlaðvarðsþætti um mál í brennidepli

Við kynnum með stolti Stjórnmálaspjallið, nýja hlaðvarpsþáttaröð í umsjón Óskars Steins Jónínusonar Ómarssonar, varaforseta Ungra jafnaðarmanna.
Í fyrsta þætti Stjórnmálaspjallsins ræðir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson við Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um málefni hælisleitenda og útlendinga. Helga Vala hefur sterkar skoðanir og víðtæka þekkingu á málefninu, en hún starfaði m.a. sem lögmaður fyrir hælisleitendur áður en hún tók sæti á Alþingi.
Hér má hlusta á þáttinn, en hann er einnig kominn á Spotify.
Stjórnmálaspjallið:
hælisleitendur og útlendingar
Meðferð stjórnvalda á albanskri konu sem vísað var úr landi í síðustu viku stangast á við fjölda laga og alþjóðlegra samninga sem Ísland á aðild að. Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, í fyrsta þætti Stjórnmálaspjallsins.