Óskar Steinn ræðir málin í útvarpsþætti Jafnaðarmanna Íslands

Við kynnum með stolti Stjórnmálaspjallið, nýja hlaðvarpsþáttaröð í umsjón Óskars Steins Jónínusonar Ómarssonar, varaforseta Ungra jafnaðarmanna. Ef þér þykir vanta umræðu um það sem skiptir máli þá ættu þessir þættir að vera eitthvað fyrir þig! Athugaðu að þáttunum er bætt jafnharðan inn þannig enn á eftir að bætast í safnið.

 

Ójöfnuður á Íslandi

Hversu mikill er ójöfnuður á Íslandi og hvernig getum við minnkað hann? Óskar Steinn ræðir við Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um þetta og fleira. Hér má hlusta á þáttinn og einnig á Spotify

Samherji, spilling og sjávarútvegur

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spjallar við Óskar Stein um spillingarmál Samherja og hvaða þýðingu það hefur fyrir íslensk stjórnmál og sjávarútveg.  Hér má hlusta á þáttinn og einnig á Spotify

Hælisleitendur og útlendingar

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson ræðir við Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um málefni hælisleitenda og útlendinga. Helga Vala hefur sterkar skoðanir og víðtæka þekkingu á málefninu, en hún starfaði m.a. sem lögmaður fyrir hælisleitendur áður en hún tók sæti á Alþingi. Hér má hlusta á þáttinn og einnig á Spotify.