Hvernig læknum við heilbrigðiskerfið?

Samfylkingin boðar til fundar í IÐNÓ næsta miðvikudag klukkan 20:00 um heilbrigðismál. Nú stöndum við frammi fyrir hættuástandi á bráðamóttöku Landspítala og heilbrigðisstofnanir eru vanfjármagnaðar um land allt. Á þessum fundi ætlum við að ræða af hverju staðan er eins og hún er hvað getum við gert til þess að breyta þessu.

Dagskrá fundarins
• Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis stýrir fundinum
• Henný Hinz hagfræðingur ASÍ
• Elín Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur
• Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar

• Spurningar og umræður

Öll velkomin