Nýr starfsmaður Samfylkingarinnar

Sigrún Einarsdóttir, hefur verið ráðin í stöðu verkefna- og viðburðarstjóra Samfylkingarinnar, hún hefur þegar hafið störf.
Sigrún var síðast verkefna- og þjónustustjóri hjá Norræna húsinu. Þá sá hún um stjórn verkefnisins Norðurlönd í fókus sem er hluti af samskiptasviði Norrænu ráðherranefndarinnar og sá um miðlun á starfi nefndarinnar á Íslandi.
Sigrún starfaði einnig í þrjú ár í sendiráði Íslands í Noregi og sinnti þar meðal annars borgaraþjónustu og öðrum verkefnum svo sem þýðingum og milligöngu forstöðumanna og ráðuneyta á Íslandi og í Noregi.

Sigrún er fjölmiðlafræðingur og hefur auk þess numið menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Staðan var auglýst fyrir áramót og voru umsækjendur 35 talsins. Valnefnd sá um vinnslu á umsóknum og var ráðningin svo staðfest af framkvæmdastjórn flokksins.