Starf og skráning í málefnanefndir - Gaman gaman, saman

Í málefnanefndum Samfylkingarinnar er stefna flokksins mótuð milli landsfunda. Næsti landsfundur Samfylkingarinnar er áætlaður 6.-7. nóvember. Tillögur málefnanefnda skulu berast framkvæmdastjórn minnst 10 vikum fyrir upphaf landsfundar. Niðurstöðum málefnanefnda er dreift til aðildarfélaga 8 vikum fyrir landsfund og því þurfa málefnanefndir að skila drögum að stefnu fyrir 1.september 2020. Það er því mikilvægt að hver málefnanefnd geri sér verkáætlun og miðað er við að formenn kynni hana á flokksstjórnarfundi 7. mars. 

Málefnanefndirnar og formenn þeirra hafa mikið frelsi í störfum sínum og er öllu frumkvæði og frumleika fagnandi tekið. Við hvetjum við nefndarformenn til að nýta sér það og vera í sambandi við skrifstofu flokksins varðandi skipulag. Netfangið er [email protected] og sími 414 2200. 

SKRÁNING Í NEFNDIR

Hér fyrir neðan eru tilmæli um tilhögun á starfi nefndanna að landsfundi:

  • 1-2 opnir fundir – Flokkurinn veitir fjármagn og aðstoð við auglýsingu á tveimur opnum fundum á tímabilinu. Um að gera er að fá gestafyrirlesara, auglýsa, brydda upp á nýjum og spennandi málefnum. Nokkrar hugmyndir að umfjöllunarefnum eru neðar í skjalinu. Spennandi gæti verið að stefna að því að annar af tveimur fundum hverrar nefndar væri haldinn einhversstaðar utan höfuðborgarsvæðisins. 
  • Vinnufundir – Virkir meðlimir nefndarinnar hittist og móti stefnu. Úrvinnslu getur kallað á miklar umræður og fróðleg erindi á opnum fundum, rýna þarf eldri stefnu og rita texta. Ágætt að miða að a.m.k. 4 vinnufundum á tímabilinu, en auðvitað fyrst og fremst eftir þörfum.
  • Texti – Málefnanefndirnar hafa það lögbundna hlutverk að skila af sér rituðum tillögum fyrir landsfund. Til að stuðla að samræmi leggjum við til eftirfarandi form á niðurstöðum málefnanefnda:
    • Inngangur – Hugmyndafræði flokksins í málaflokkinum lýst í formi framtíðarsýnar: Hvernig myndi Samfylkingin vilja sjá samfélagið líta út eftir 20 ár. 
    • Hnitmiðaðar aðgerðir (bæði á vegum ríkisins og á sveitarstjórnarstigi) sem flokkurinn myndi vilja sjá á næstu örfáu árum sem myndu færa samfélagið nær framtíðarsýninni.

Fjöldi umræðufunda á vegum málefnanefnda er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á að kynna sér stefnu jafnaðarmanna. Hins vegar eru vinnufundir fyrst og fremst hugsaðir fyrir þá sem eru formlega skráðir á póstlista nefndanna. Hægt er að skrá sig í nefndir hér.

SKRÁNING Í NEFNDIR

 

Frá opnum fundi Menntanefndar í 16. janúar 2020 á Orange Café.