Ný stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík

Kjörin til embætta fyrir starfsárið 2020-21 hjá Samfylkingarfélaginu í Reykjavík á aðalfundi félagsins í kvöld miðvikudaginn 5. febrúar 2020 eru:

Formaður: Ellen Calmon
Gjaldkeri: Herbert Baldursson
Meðstjórn:
Sigfús Ómar Höskuldsson
Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir
Ólafur Kjaran Árnason
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Ragna Sigurðardóttir.

Varastjórn (í þessari röð):
Sabine Leskopf
Þorkell Heiðarsson
Mörður Árnason
Teitur Atlason
Barbara Kristvinsson

Kjör þriggja manna skoðunarnefndar
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir , Sara Björg Sigurðardóttir og Kristinn Karlsson

Kjör í uppstillingarnefnd
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Gunnar Alexander Ólafsson og Dóra Magnúsdóttir.

Nánari upplýsingar veitir Ellen Calmon forman Samfylkingar félagsins í Reykjavík í síma 6947864 eða í netfanginu [email protected]
Aðalfundur Samfylkingafélagsins í Reykjavík var haldinn í kvöld miðvikudaginn 5. febrúar 2020 og var góður hugur í fólki á aðalfundi afmælisársins.

Fráfarandi stjórn var þakkað fyrir ríkulegt starf á árinu og sérstakar þakkir voru færðar Söru Björg Sigurðardóttur fráfarandi formans fyrir gott skipulag og fasta viðburði.

Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands fagnar 20 ára afmæli í ár og er því margt framundan í starfinu. Jafnaðarmenn munu nota árið til að fagna því sem hefur áunnist síðustu og til að skerpa á og miðla þeirri framtíðarsýn sem Samfylkingarfólk leggur áherslu á í íslensku samfélagi. Lagðar verða fram raunverulegar tillögur að lausnum um þær ólíku áskoranir sem við okkur blasa þannig að allir hér á landi megi búa við sannkallaðan jöfnuð.

Ellen Calmon var kjörin formaður en hún starfar sem verkefnisstýra hjá Reykjavíkurborg og hefur umsjón með innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ellen gegnir einnig formennsku stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og á sæti í Evrópusamtökum kvenna European Womens Lobby. Ellen gegndi áður formennsku hjá Öryrkjabandalagi Íslands um fjögurra ára skeið.
Ellen hlaut kjör sem borgarfulltrúi en er í leyfi frá borgarfulltrúastörfum um sinn.

Ellen segist vera spennt fyrir þeim brýnu verkefnum sem framundan eru á afmælisárinu en ekki síst fyrir því að virkja grasrót Samfylkingarfólks í Reykjavík og þétta raðirnar.