Skráðu þig á Vorfund flokksstjórnar Samfylkingarinnar

Vorfundur flokksstjórnar verður haldinn laugardaginn 7. mars í Hljómahöllinni, menningarmiðstöð í Reykjanesbæ.

Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu. Á fundinum verður áhersla lögð á innra starf flokksins og málefnastarf.

Grasrótin og stjórnmálastarfið fram undan verður í brennidepli svo þetta er fullkomið tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum og málefnahópum.

Allir skráðir félagar í Samfylkingunni eru velkomnir!

Einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa þó atkvæðisrétt á fundinum.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar, vinsamlegast skráið mætingu hér https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd79JVjoRU7POtWba28xj_Vm6aV7LhOY3UlVwpUkFaOKpoJNg/viewform?usp=sf_link