Þrír næstu fundir málefnanefnda Samfylkingarinnar um landið

Alþjóðanefnd
Miðvikudagurinn 5. febrúar kl. 20 í Edinborgarhúsinu, Ísafirði.
Magnús Árni Skjöld, formaður alþjóðanefndar Samfylkingarinnar og forseti Félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst, ræðir alþjóðlegar áskoranir og hreyfingu jafnaðarmanna. Þá ræðir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Unicef, um stöðu flóttafólks og Dagbjört Jóhannsdóttir feministi og aðgerðarsinni, um ungt fólk og loftslagsmálin. Láttu þig ekki vanta ef þú ert fyrir vestan!
Sjá Facebook-viðburð
Sjá frétt
Velferðarnefnd
Mánudaginn 10. febrúar kl. 17 í Strandgötu 43, Hafnarfirði
verður fundur málefnanefndar Samfylkingari
Vilborg Oddssdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar, er formaður nefndarinna. Vilborg ætlar stilla upp starfi nefndarinnar á árinu ásamt fundarmönnum og fara yfir verkefnin framundan. Á fundinn mætir einnig Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, og er ætlunin að fræðast um verkefni hennar og hvernig málefnanefndin um velferð getur orðið að liði.
Vinsamlega skráið ykkur hér ef þið ætlið að mæta eða fá senda slóð á fjarfundvelferðarnefndar Samfylkingarinnar. Sjá einnig Facebook-viðburð
Efnahagsnefnd
Mánudaginn 10. febrúar kl. 17 á Café Orange í Ármúla 4-6, Reykjavík
Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður nefndarinnar, boðar til opins fundar með nefndinni ásamt Kristínu Ernu Arnardóttir, formanns Verkalýðsmálaráð
Vinsamlegast skráið mætingu hér á fund efnahagsnefndarinnar.
Fyrir fundinn er gott að kynna sér eftirfarandi skjal frá síðasta landsfundi með því að smella hér.
Fjöldi umræðufunda á vegum málefnanefnda er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á að kynna sér stefnu jafnaðarmanna.
Hægt er að skrá sig í nefndir hér og fá allan póst um starf nefndanna.
Nánar um starf nefndanna má lesa hér.
Verið hjartanlega velkomin.
Samfylkingin