Frestað! Vorfundur flokksstjórnar Samfylkingarinnar

Vorfundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar frestað
Stjórn Samfylkingarinnar hefur ákveðið að fresta Vorfundi flokksstjórnar sem halda átti í Hljómahöll Reykjanesbæjar laugardaginn 7. mars. Ný tímasetning verður auglýst síðar.
Ákvörðunin var tekin að vandlega athuguðu máli með stjórn Samfylkingarinnar. Þau rök vógu þyngst að Samfylkingin vill ekki skapa lýðræðishalla á fundum sem þessum þar sem teknar eru stefnumótandi ákvarðanir. Hætta er á að fólk sem er viðkvæmt fyrir smiti á kórónuveirunni COVID-19, eða á ættingja sem þannig háttar til um, veigri sér við að mæta á fundi sem þessa. Með þetta í huga var ákveðið að fresta flokksstjórnarfundi um sinn.
______________________________________________________________________________________
Vinnum saman
Förum saman yfir helstu markmið jafnaðarmanna á komandi árum. Í ár er 20 ára afmælisár Samfylkingarinnar og viljum við hvetja fundargesti til að hugsa til framtíðar og hvaða markmiðum við viljum hafa náð í þágu samfélagsins eftir önnur 20 ár.
Lausnir við aðsteðjandi verkefnum framtíðarinnar þurfa að koma frá almenningi og viðfangsefnin eru stór. Vinnum saman – að réttlátara og frjálsara samfélagi.
DAGSKRÁ
10:00 Velkomin á Suðurnesin – Guðný Birna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, fer yfir helstu atriði dagsins og brýnustu verkefni í heilbrigðismálum.
10:15 Tillögur og ályktanir
10:45 Almennar umræður
12:00 Ræða formanns – Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fer yfir stöðuna í pólitísku landslagi.
12:30 Hádegishlé*
13:30 Uppbygging grundvölluð á jöfnuði, hugviti og skýrri framtíðarsýn – Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, ræðir endurreisn í efnahagsmálum á Suðurnesjum undir forrystu jafnaðarmanna.
13:45 Skrifum saman framtíðina – Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, leggur línurnar.
14:00 Framtíðin er núna – fundargestir greina og móta mikilvægustu verkefnin framundan ásamt formönnum málefnanefnda Samfylkingarinnar.
16:00 Samantekt
16:30 Gleðistund með félögum okkar á Suðurnesjum – Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, býður í stefnumót og spjall með þingmönnum á barnum.