Námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum

Samfylkingin hefur lagt það til á Alþingi að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar. Ljóst er að það munu ekki allir námsmenn geta nýtt sér úrræði stjórnvalda í sumar.

Samfylkingin hefur lagt það til á Alþingi að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar. Ljóst er að það munu ekki allir námsmenn geta nýtt sér úrræði stjórnvalda í sumar. Bregðast verður við fyrirsjáanlegum vanda námsmanna enda verða  fjöldamargir námsmenn án atvinnu yfir sumartímann og verða þar með af tekjum sem þeir hefðu ella reitt sig á.

Ljóst er að atvinnuleysi mun aukast mikið á næstu vikum og mánuðum og má reikna með því að það taki töluverðan tíma að snúa þeirri þróun við. Líkur leiða að því að þetta ástand muni gera námsmönnum erfitt um vik við að ganga inn í sumarstörf þetta árið. Því þurfa stjórnvöld að tryggja námsmönnum rétt til atvinnuleysisbóta í sumar til að mæta þessari miklu óvissu á vinnumarkaði.

Hér má sjá tillögurnar: https://www.althingi.is/altext/150/s/1251.html