Samfylkingin leggur til hækkun atvinnuleysisbóta

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu atvinnulausra vegna COVID-19 heimsfaraldursins.
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu atvinnulausra vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Logi Einarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar;https://www.althingi.is/altext/150/s/1251.html
Tillögurnar eru eftirfarandi:
- Grunnatvinnuleysisbætur hækki í samræmi við launaþróun úr 289.510 í 314.720 krónur.
- Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta hækki úr 456.000 í 516.000 krónur.
- Tímabundið verði hlutfall tekjutengdra atvinnuleysisbóta 100% í stað 70%.
- Námsmönnum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta yfir sumartímann.
"Samfylkingin leggur ríka áherslu á að tryggja velferð og öryggi fjölskyldna og heimila á þessum erfiðu tímum. Ekki má vanmeta þörfina á víðtækari aðgerðum í þágu fyrirtækja en það breytir ekki því að fyrst og fremst snýst ákallið nú um kraftmeiri aðgerðir fyrir fólkið. Við í Samfylkingunni munum ekki hika við að leggja fram fleiri slíkar tillögur og höldum áfram að þrýsta á ríkisstjórnina að gera hið sama." - Logi Einarsson
Tillagan er rituð með það í huga að staða atvinnulausra og fjölskyldna þeirra er sérlega viðkvæm þegar atvinnuleysi er hátt og eykst oft mest hjá láglaunafólki í kreppu. Því þarf að gæta sérstaklega að þeim hópi. Í apríl er reiknað með um 17 prósenta atvinnuleysi og ljóst að tugir þúsunda heimila þurfa að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Næstu mánaðamót nálgast óðfluga og því er mikilvægt að hafa hraðar hendur svo að sem fæst heimili lendi í greiðsluörðuleikum.

Samfylkingin leggur ríka áherslu á að tryggja velferð og öryggi fjölskyldna og heimila á þessum erfiðu tímum.