Covid og þingið

Í þessari frétt má nálgast helstu áherslur Samfylkingarinnar í tengslum við Covid-19
Fréttin verður uppfærð í samræmi við framvindu mála á Alþingi
Samfylkingin hefur lagst á árarnar með stjórnvöldum við að greiða málum ríkisstjórnarinnar í tengslum við Covid-19 leið í gegnum þingið. Við höfum unnið þessi mál í nefndum í góðri samvinnu við þingmenn stjórnarmeirihlutans, sem að vísu hafa ekki samþykkt sumar breytingatillögur okkar.
Í allri þessari vinnu reynum við að koma auga á það sem þarf að gera betur og koma með tillögur til úrbóta. Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt og nú að standa vörð um kjör og réttindi vinnandi fólks. Þúsundir manna lenda á atvinnuleysisbótum og staða heimilanna versnar. Ríkisstjórnin ætti að gera það að algjöru forgangsmáli sínu að vernda heimili landsins og hækka atvinnuleysisbætur eins og Samfylkingin hefur lagt til á Alþingi.
Um leið þurfa stjórnvöld að skapa fyrirtækjum af öllum stærðum góð skilyrði og ýta undir fjölbreytta verðmætasköpun um allt land og fyrir alla hópa samfélagsins. Við svona aðstæður verður að ráðast í mun umfangsmeiri fjárfestingar heldur en ríkisstjórnin ætlar í.
Stjórnarandstaðan lagði fram tillögur um aukna fjárfestingu sem var hafnað að ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin hefur ekki tryggt að fyrirtæki sem hafa tengsl við skattaskjól fái ríkisstuðning, Samfylkingin mun þrýsta á það verði gert og leggja fram tillögu þess efnis. Samfylkingin vill ganga mun lengra til að ýta undir nýsköpun, rannsóknir og þróun í atvinnulífinu.
Kynjahalli á úrræðinu sem kallað er „allir vinna“ er of mikill og ljóst að það úrræði þarf að ná til fleiri starfstétta. Námsmenn hafa ekki farið varhluta af þeim þrengingum og erfiðleikum sem hafa fylgt komu veirunnar Covid-19 hér til lands. Þess vegna höfum við í Samfylkingunni lagt til að ráðist verði í almennar aðgerðir fyrir þenna hóp vegna Covid-19.
Lesa má um tillögur Samfylkingarinnar fyrir námsmenn hér.