Nýtt merki Samfylkingarinnar
Samfylkingin hefur tekið í notkun nýtt merki sem flokkurinn fékk Hugsmiðjuna til þess að útfæra.
Samfylkingin hefur tekið í notkun nýtt merki sem flokkurinn fékk Hugsmiðjuna til þess að útfæra.
Markmið með breytingu merkisins er að færa myndrænt efni Samfylkingarinnar inn í nútímann með merki sem er í senn sveigjanlegt og klassískt. Merkið vísar í rauða hringinn eða kúluna sem flestir tengja við flokkinn, en rákirnar tákna gagnsæi.
Merkið var samþykkt á sameiginlegum fundi framkvæmdarstjórnar, stjórnar og þingflokks Samfylkingar og í kjölfarið kynnt formönnum aðildarfélaga Samfylkingarinnar.
Merkið er lifandi og sveigjanlegt. Það býður þannig upp á hreyfingu á stafrænum miðlum og er þá til dæmis hægt að nota sem S þegar það hentar. Hringurinn er þó aðal merki flokksins.