Landsfundur 6. - 7. nóvember 2020

Logi og Heiða, Landsfundur 2018,

Landsfundur verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 6. og 7. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica.

Allir félagar í Samfylkingunni, jafnaðarmannaflokki Íslands og aðildarfélögum hennar eiga sæti á landsfundum með málfrelsi og tillögurétti.

Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt á þessum viðburði sem jafnframt er æðsta vald flokksins. Þeir sem hafa áhuga á að vera landsfundarfulltrúi þá hvetjum við þig til að hafa samband við þitt aðildarfélag. Kosningar og val á fulltrúum fer fram á bilinu sept. - okt. hér fyrir neðan sjái þið mikilvægar dagsetningar sem gott er að huga að.

Mikilvægar dagsetningar í undirbúningi landsfundar

13. ágúst - 3ja manna kjörstjórn landsfundar skipuð af framkvæmdastjórn a.m.k 12 vikum fyrir landsfund.

27. ágúst - Tillögur málefnanefnda skulu hafa borist framkvæmdastjórn 10 vikum fyrir upphaf landsfundar.

Byrjun september - Framkvæmdastjórn fyrirskipar kosningar til landsfundar. Stillt skal svo til að þær geti sem víðast farið fram á sama tíma og verið lokið um líkt leyti. Þó getur framkvæmdastjórn, ef sérstaklega stendur á fyrir einhverju aðildarfélagi eða félögum, veitt þeim annan tíma til kosningarinnar en almennt er ákveðinn ef félagsfundur eða stjórn félagsins ber fram ósk þar um við framkvæmdastjórn.

Engu aðildarfélagi er heimilt að hefja kosningu til landsfundar fyrr en framkvæmdastjórn hefur fyrirskipað kosningar. Kosningar til landsfundar skal tilkynna hverju aðildarfélagi bréflega.

10. sept. - Tillögur og niðurstöður málefnanefda skal senda aðildarfélögum til umræðu og umsagnar a.m.k. 8 vikum fyrir upphaf landsfundar.

20. sept. - 45 dögum fyrir landsfund rennur út lokafrestur til að krefjast allsherjaratkvæðagreiðslu vegna formannskjörs.

24. sept. - Tillögur að lagabreytingum skulu sendar skrifstofu eigi síðar en 6 vikum fyrir boðaðan landsfund.

8. okt. - Skiladagur athugasemda og ábendinga tillagna frá aðildarfélögum minnst 4 vikum fyrir upphaf landsfundar.

15. okt. - Aðildarfélög skulu þremur vikum fyrir landsfund senda framkvæmdastjórn lista með nöfnum kjörinna landsfundarfulltrúa. Framkvæmdastjórn skal til bráðabirgða athuga hvort samræmi sé milli fjölda félagsmanna og kjörinna fulltrúa en afhenda kjörstjórn síðan gögn þessi við upphaf landsfundar.

29. okt. - Framboðsfrestur til formannskjörs á landsfundi skulu berast til framkvæmdastjórnar. Fari ekki fram allsherjaratkvæðagreiðsla um embætti formanns samkvæmt gr. 6.01 skal formaður kjörinn á reglulegum landsfundi. Kjörgengir eru allir félagar 18 ára og eldri. Framboð skulu berast framkvæmdastjórn skriflega eigi síðar en einni viku fyrir upphaf landsfundar. Kosning skal fara fram þótt aðeins einn hafi gefið kost á sér.

6.  nóv. - Landsfundur settur

Við minnum formenn málefnanefnda, aðildarfélaga og landshreyfinga á að í ágúst er fyrirhugaður undirbúningsfundur þar sem farið verður yfir vinnulag í aðdraganda landsfundar.