Logi um brunann í Vesturbænum

Bruninn í Vesturbænum var gríðarlegt högg. Hugur minn er hjá þeim einstaklingum sem liggja nú slasaðir á Landspítalanum og aðstandendum hinna látnu.

Logi Einarsson Þingflokksformaður

Bruninn í Vesturbænum var gríðarlegt högg. Hugur minn er hjá þeim einstaklingum sem liggja nú slasaðir á Landspítalanum og aðstandendum hinna látnu.

Sagt er að húsnæðið sé í eigu starfsmannaleigu - að erlendu verkafólki hafi verið boðið upp á óboðlegar aðstæður þar en 73 manns eru með skráð lögheimili í húsinu.

Við verðum að gera allt til að koma í veg fyrir að svona hryllingur endurtaki sig.Til þess verður ríkisstjórnin að standa við fyrirheit lífskjarasamninga um sektir og refsingar gegn atvinnurekendum sem ræna, svíkja og misnota verkafólk. Það verður að tryggja keðjuábyrgð. Ríki og sveitarfélög verða auk þess að að ráðast í samstillt átak til að auka vinnustaða- og heilbrigðiseftirlit.

En það er bara byrjunin. Það eru alltaf einhverjir því miður sem reyna að misnota sér bága stöðu fólks, en við verðum að gera slíkum einstaklingum eins erfitt fyrir og mögulegt er. Undanfarið hefur farið fram mikil umræða í samfélaginu um fordóma, óréttlæti og ofbeldi sem fólk af erlendum uppruna verður fyrir. Það samtal verður að halda áfram og því verður að fylgja eftir með beinhörðum aðgerðum á sviði stjórnmálanna.

//

The fire yesterday was tragic for our society. My thoughts are with the family and friends of the victims caught in the fire, and the people still fighting for their lives in the hospital.

We must do everything in our power to prevent something like this happening again.

To do that the government must fulfil their promise of stronger sanctions against employers who cheat and abuse workers and work together on all levels of government to protect peoples’ lives. But that is just the beginning, we must also eradicate systematic racism in our society. There will always be people that try to abuse their position and cheat people, but we must make it as difficult for them as possible.