Aðgerðir fyrir sveitarfélög

Samfylkingin hefur lagt fram tillögur um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldurs kórónuveiru.

Samfylkingin hefur lagt fram tillögur um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldurs kórónuveiru. Aðgerðirnar miði að því að bregðast við tekjufalli sveitarfélaga á sama tíma og þjónustuþörf hefur aukist.  Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður málsins. Sveitarfélög bera of miklar byrðar af fjárhagslegum afleiðingum faraldurs kórónuveiru í stað þess að ríkissjóður taki á sig stærri hluta ábyrgðarinnar. Á þessum fordæmalausu tímum er nærþjónusta mikilvæg sem aldrei fyrr. Miklar kröfur hafa þegar verið gerðar til sveitarfélaga um að þau haldi þétt utan um íbúa landsins og þjónusti viðkvæmustu hópa fólks. Ríkisvaldið þarf að koma til móts við sveitarfélög svo að hægt sé tryggja góða nærþjónustu við fólk um allt land til að takast á við kórónuveirufaraldurinn, þau hliðaráhrif sem af honum verða og eftirköst hans.

Aðgerðirnar fela í sér að:

   1.      Auknum fjármunum verði varið til sóknaráætlana landshluta í samráði við landshlutasamtök sveitarfélaga.

     2.      Viðmiðunarfjárhæðir laga um opinber innkaup varðandi útboðsskyldu sveitarfélaga verði rýmkaðar tímabundið.

     3.      Framkvæmdasjóður aldraðra verði styrktur svo að unnt verði að ráðast í viðhaldsframkvæmdir og tryggja stofnkostnað nýrra hjúkrunarheimila.

     4.      Byggðar verði fleiri almennar leiguíbúðir í samvinnu við sveitarfélögin.

     5.      Átak verði gert í íslenskukennslu atvinnuleitenda af erlendum uppruna.

     6.      Ríkissjóður komi til móts við sveitarfélög vegna lækkunar á tekjum þeirra.

     7.      Aukin fjárútlát sveitarfélaga vegna viðbragða við faraldri kórónuveiru verði bætt, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Hér má finna tillöguna í heild sinni: