Samkynja hjónabönd

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir

Við fögnum því að tíu ár eru liðin síðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leiddi í lög ný hjúskaparlög

Við fögnum því að tíu ár eru liðin síðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leiddi í lög hjúskaparlög sem heimiluðu loksins hjónaband tveggja samkynja einstaklinga og þar með varð afnumin langvarandi mismunun samkynhneigðra para.

Samtökin 78 höfðu um árabil barist fyrir þessari mikilvægu réttarbót. Samfylkingin hefur og mun halda áfram að halda málefnum og réttindum hinsegin fólks á lofti. Mikill árangur hefur unnist í hinseginbaráttu á Íslandi en jafnaðarmenn telja mikilvægt að áfram sé unnið að því að styrkja stöðu alls LGBT+ samfélagsins. Við þurfum að búa okkur gott samfélag saman.