Ekki láta börnin bíða 

Helga Vala,

Grein eftir Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingarinnar sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. september.

Helga Vala Helgadóttir Þingmaður

Und­an­far­in ár hef ég ít­rekað gert til­raun til að vekja at­hygli stjórn­valda á því ástandi sem ríkt hef­ur um ára­bil á fjöl­skyldu­sviði sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu. Ástandi sem bitn­ar harka­lega á börn­um en því miður þá fylgja efnd­ir ekki fögr­um orðum stjórn­valda um úr­bæt­ur.

Mér varð hugsað til þessa þegar ég sá aug­lýs­inga­mynd­band dóms­málaráðherra sem dreift er á sam­fé­lags­miðlum þessa dag­ana. Þar er sér­stak­lega vikið að fjár­magni til sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu til að stytta málsmeðferðar­tíma á fjöl­skyldu­sviði og ákvað ég því að skoða fram­far­irn­ar vegna aðgerða ráðherra. Hvort eitt­hvað væri að þokast í átt að mannúðlegri málsmeðferð í mál­efn­um barna hjá embætt­inu.

Nú má ekki mis­skilja mig á þann hátt að ég telji starfs­fólk fjöl­skyldu­sviðs ekki vera að sinna sín­um störf­um, held­ur hef ég ein­fald­lega bent á að und­an­far­in ár hef­ur embættið og þá sér­stak­lega fjöl­skyldu­sviðið verið það und­ir­mannað að það hafi bitnað veru­lega á hags­mun­um og rétt­ind­um barna.

Rétt er að rifja upp að fjöl­skyldu­svið ann­ast hvers kyns ágrein­ings­mál er varða for­sjá og lög­heim­ili barna, um­gengni og meðlag en einnig ætt­leiðing­ar­mál af öllu land­inu sem og mál er varða and­lát og dán­ar­bú. Eins og staðan er í dag, í byrj­un sept­em­ber­mánaðar 2020, þá hafa mál sem bár­ust embætt­inu um for­sjá, lög­heim­ili og um­gengni eft­ir 12. mars sl. enn ekki verið tek­in til um­fjöll­un­ar. Þetta þýðir að ef for­eldra grein­ir á um t.d. um­gengni barns við annað for­eldri eða hvar barn á að búa og hafa leitað með þann ágrein­ing til sýslu­manns þann 13. mars sl. þá hef­ur málið ekki enn kom­ist til full­trúa til fyrsta fund­ar. Við verðum einnig að hafa í huga að þegar mál kom­ast loks­ins til full­trúa sýslu­manns, eft­ir a.m.k. 6 mánaða bið, þá taka við nokkr­ir fund­ir með for­eldr­um, ým­ist sam­an eða hvoru í sínu lagi. Ef ekki tekst að sætta mál hjá full­trúa tek­ur við sáttameðferð hjá sátta­manni. Í barna­lög­um verður að hafa sótt sáttameðferð áður en úr­sk­urðar eða dóms er kraf­ist um for­sjá, lög­heim­ili, um­gengni, dag­sekt­ir eða aðför. For­eldr­ar hafa ekki val held­ur verða þau að fara í sáttameðferð. Á land­inu öllu eru nú fimm stöðugildi sátta­manns en voru til 1. ág­úst sl. fjög­ur. Fimm stöðugildi í 360 þúsund manna sam­fé­lagi. Þessi ákvörðun stjórn­valda leiðir til þess að mál á fjöl­skyldu­sviði sem varða börn, og bár­ust eft­ir 16. októ­ber 2019, eða síðastliðna 11 mánuði, hafa ekki enn verið tek­in til um­fjöll­un­ar hjá sátta­mönn­um. Þau eru bara á bið. Það blas­ir við að grunn­tengslamynd­un barns sem ekki fær að vera í reglu­legri um­gengni við for­eldri sitt skaðast var­an­lega á þess­um langa tíma og þar bera stjórn­völd ábyrgð. Stjórn­völd verða að gera bet­ur þegar kem­ur að þess­um mála­flokki.

Ekki láta börn­in bíða.