Óskar Steinn og Ragna bjóða sig fram til forseta UJ

Framtíð Ungra jafnaðarmanna er björt!

Á laugardaginn kemur, 5. september, fer fram landsþing Ungra jafnaðarmanna. Allir meðlimir Samfylkingarinnar á aldrinum 16 - 35 ára geta skráð sig á landsþingið fyrir miðnætti í kvöld, 1. september.

Skráning á landsing UJ: https://forms.gle/4N3dLBbDqASsGnkbA

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Ragna Sigurðardóttir hafa boðið sig fram til forseta UJ, hér að neðan má lesa tilkynningu þeirra beggja í heild sinni.

Tilkynning Óskars Steins:

Ég hef á­kveðið að bjóða mig fram til for­seta Ungra jafnaðar­manna á komandi lands­þingi hreyfingarinnar.

Ég er 26 ára gamall Hafn­firðingur og starfa sem leið­beinandi í leik­skóla. Ég hef verið virkur í starfi Ungra jafnaðar­manna og Sam­fylkingarinnar frá því árið 2013 og hef undan­farin tvö ár gegnt em­bætti vara­for­seta UJ.

Ungir jafnaðar­menn hafa sýnt það áður að hreyfingin getur haft gríðar­leg á­hrif á stefnu Sam­fylkingarinnar, veitt for­ystu flokksins mikil­vægt að­hald og reynst honum ó­missandi liðs­kraftur í kosninga­bar­áttu.

Fram­undan er lands­fundur Sam­fylkingarinnar og mikil­vægur kosninga­vetur. Verk­efni Ungra jafnaðar­manna verða mörg og krefjandi. Á lands­fundi verðum við að berjast fyrir fram­sækinni og rót­tækri stefnu og vinna að fram­gangi ungs fólks í stofnunum flokksins.

Fram að kosningum þurfum við að sjá til þess að ungt fólk verði ofar­lega á fram­boðs­listum og eigi raun­veru­legan mögu­leika á þing­sætum. Stærsta verk­efnið verður svo að koma Sam­fylkingunni í stöðu til að leiða vinstri­sinnaða ríkis­stjórn án að­komu Sjálf­stæðis­flokksins eftir næstu kosningar.

Til­kynning Rögnu:

Kæru félagar!

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til forseta Ungra jafnaðarmanna.

Undanfarin ár hef ég tekið virkan þátt í starfi Samfylkingarinnar, m.a. sem kosningastýra Samfylkingarinnar í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum 2018, síðan sem varaborgarfulltrúi í byrjun kjörtímabils samhliða læknanámi og nú starfa ég sem borgarfulltrúi í Reykjavík.

Mig langar að leiða uppbyggingu starfs UJ á næstu misserum - opna og breikka fylkinguna og byggja upp gott tempó inn í næstu kosningar. Næsta kjörtímabil er sérstaklega mikilvægt þar sem tvennar kosningar eru framundan, til Alþingis eftir rétt rúmt ár og til sveitarstjórna vorið 2022.

Ég tel mig geta nýtt reynslu mína úr Röskvu, þar sem ég gengdi formennskuhlutverki árið 2014-2015. Ég tók virkan þátt í að byggja upp starf Röskvu til ársins 2017 þegar Röskva bar sigur úr býtum og hlaut meirihluta í fyrsta sinn í 8 ár. Ég gengdi hlutverki forseta Stúdentáðs árið þar á eftir en þar beitti ég mér meðal annars fyrir húsnæðismálum ungs fólks, lánasjóðsmálum, geðheilbrigðismálum, jafnréttismálum og styrkingu opinbera háskólakerfisins.

Ég vil líka nýta stöðu mína sem fulltrúi sveitarstjórnar innan Samfylkingarinnar til að vekja athygli á málefnum ungs fólks. Ég vil byggja upp ungliðastarfið enn frekar, bjóða enn fleiri velkomin og búa til vettvang fyrir pólitíska umræðu á meðal ungs fólks. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að ungt fólk taki pláss í umræðunni og hafi eitthvað um framtíð sína að segja.

Það er langt síðan samkeppni var um þessa forystustöðu innan hreyfingar, og ég held að það geti verið hollt fyrir UJ og góð tilbreyting að bitist sé um forsetastólinn, jafnvel tækifæri til að opna samtökin enn frekar.

Hlakka til dagana framundan og vona að ég sjái sem flesta Unga jafnaðarmenn á þinginu á laugardag!