Vill breiða samstöðu til að takast á við verkefni heimsfaraldurs

Kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Akureyrarbæjar tilkynntu í dag að ákveðið hafi verið að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabils. Þau segja markmiðið að mynda breiða samstöðu vegna sérstakra aðstæðna í kjölfar heimsfaraldurs og í rekstri sveitarfélagsins. Ákvarðanir sem teknar verða munu hafa áhrif á reksturinn til langs tíma og telja kjörnir fulltrúar farsælast á þessum tímapunkti að standa saman að þeim verkefnum sem framundan eru.
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri hefur í tvö ár setið í meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri. Hún segir meirihlutasamtarfið hafa verið gott en það hafi samstarfið við minnihlutan einnig verið.
„Nú höfum við tekið þá óvenjulegu ákvörðun að hætta með meiri- og minnihluta út þetta kjörtímabil og prófa einfaldlega að vinna saman sem ein heild það sem eftir lifir kjörtímabils. Það gerum við vegna þess að traust og virðing ríkir milli þess fólks sem situr í bæjarstjórn og við sammála um grundvallarstefnumál miðað við núverandi aðstæður,“ segir Hilda Jana.
Það gerum við vegna þess að traust og virðing ríkir milli þess fólks sem situr í bæjarstjórn og við sammála um grundvallarstefnumál miðað við núverandi aðstæður.“
Hún segir rekstrarstöðu Akureyrarbæjar krefjandi líkt og hjá mörgum öðrum sveitarfélaga við núverandi aðstæður, skuldastaða bæjarins er hins vegar mjög góð og það ætli bæjarfulltrúar að nýta sér. „Þessi vegferð á sér áralangan aðdraganda hér á Akureyri, þar sem vilji hefur verið til þess að skapa lýðræðislegra, skemmtilegra, mannúðlegra og árangursríkara umhverfi í stjórnmálum. Stjórnmál sem fyrst og fremst standa vörð um hagsmuni almennings, ekki sérhagsmuni.“
Hilda Jana segist gera sér grein fyrir því að í tilraun sem þessari sé ýmislegt sem beri að varast. Hún skilji líka vel sumir margir furði sig á þessari ákvörðun.
„Ég veit að margir hvá yfir þessum tíðindum, þá sérstaklega þeir sem kjósa átakapólitík, skýrar flokkslínur og þykir jafnvel skemmtanagildi stjórnmálanna dvína ef að á dagskrá er ekki aðallega skítkast, niðurlæging og orðaskylmingar. Ég er sjálf ekki hrifin af þess konar yfirborðskenndri sýndarmennsku pólitík og skotgrafahernaði. Ég er mun hrifnari af lausnarmiðaðri vinnu öflugs hóps sem í umboði almennings vinnur að þeirra hagsmunum, ákvarðanir eru byggðar á gögnum og horft er til lengri tíma en fram að næstu kosningum.
„Að sjálfsögðu er ýmist sem ber að varast í þeirri tilraun sem framundan er, enda tel ég meðvirka þöggunarpólitík álíka hættulega og sýndarmennskupólitíkin. Við þurfum að halda áfram að rýna til gangs og hika ekki við að halda ólíkum skoðunum og hagsmunum á lofti.
Ég trúi því að ekki sé nauðsynlegt að gera allt eins og það hafi alltaf verið gert. Það þarf stundum að hafa kjark til þess að prófa nýjar leiðir. Við vitum að sjálfsögðu ekki fyrirfram hvernig þetta á eftir að ganga, en ég er stolt af því að vera þátttakandi í þessari tilraun og ég hlakka til þess að vinna enn nánar með því góða fólki sem situr í bæjarstjórn, íbúum til heilla.“