Til hamingju með afmælið Rannveig

Hún Rannveig Guðmundsdóttir okkar á afmæli í dag og fagnar hvorki meira né minna en 80 árum.

Hún Rannveig Guðmundsdóttir okkar á afmæli í dag og fagnar hvorki meira né minna en 80 árum. Í morgun safnaðist saman góður hópur fólks í garðinum hennar til að gleðja hana og fagna með afmælisbarninu. Það var kátt á hjalla og skólakór Kársnesskóla var auðvitað á staðnum og söng fyrir afmælisbarnið.

Við óskum Rannveigu hjartanlega til hamingju með afmælið og erum í senn gríðarlega þakklát fyrir hennar starf í gegnum árin í þágu Samfylkingarinnar og við hlökkum svo sannarlega til komandi stunda með okkar konu.