Ungir jafnaðarmenn kusu sér nýjan forseta á fjölsóttu landsþingi

Ungir jafnaðarmenn héldu árlegt landsþing sitt í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni um helgina. 100 manns sóttu fundinn í raunheimum en á annað hundrað til viðbótar sóttu fundinn rafrænt vegna sóttvarnartakmarkana. 

Ragna Sigurðardóttir og Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson kepptu um forsetastólinn en Ragna Sigurðardóttir bar sigur úr býtum og var kjörinn nýr forseti Ungra jafnaðarmanna;"Heimsfaraldurinn hefur minnt okkur rækilega á að við erum ekki bara eitthvað samansafn af einstaklingum, heldur erum við samfélag. Við erum háð hvert öðru. Þess vegna á hreyfingin - Ungt jafnaðarfólk - brýnt erindi við íslenskt samfélag. Ég hlakka því til að leggja mitt af mörkum til að breikka og stækka hreyfinguna. Við gerum þetta saman og ég er þakklát að fá að leiða þessa vinnu næstu tvö árin," sagði Ragna þegar hún ávarpaði fundinn.

Félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna voru að þessu sinni veitt Loftslagsverkefninu - Fridays for Future Ísland vegna baráttu þeirra í þágu plánetunnar. Brynjar Bragi Einarsson og Emelía Þorgilsdóttir tóku við verðlaununum og ávörpuðu fundargesti.

Þá ávarpaði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fulltrúa þingsins; „Kosningarnar 2021 ráðast ekki síst á afstöðu ungs fólks. Sterk hreyfing Ungra jafnaðarmanna er afgerandi, ætli Samfylkingin sér nógu góðan árangur til að takist að mynda öfluga vinstri félagshyggjustjórn fyrir fólkið í landinu.”

Í málefnastarfi þingsins var einmitt lögð áhersla á næstkomandi Alþingiskosningar. Landsþingsfulltrúar voru sammála um að loftslagsmál og jöfnuður ættu að vera í brennidepli.

Landsþingsfulltrúar völdu sér einnig öfluga nýja fulltrúa í framkvæmdarstjórn og miðstjórn. 

Forseti UJ

Ragna Sigurðardóttir

Framhaldsskólafulltrúi UJ

Ragnheiður Hulda Örnudóttir Dagsdóttir

Framkvæmdastjórn UJ

Aldís Mjöll Geirsdóttir

Alexandra Ýr van Erven

Margrét Steinunn Benediktsdóttir

Ólafur Kjaran Árnason

Ragna Sigurðardóttir, forseti UJ

Ragnheiður Hulda Önnudóttir Dagsdóttir

Sindri Freyr Ásgeirsson

Þorgrímur Kári Snævarr

Miðstjórn UJ

Ágúst Arnar Þráinsson

Alondra V. V. Silva Munoz

Ásmundur Jóhannson

Eiríkur Búi Halldórsson

Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson

Ída Finnbogadóttir

Inger Erla Thomsen

Sigrún Jónsdóttir

Sigurður Ingi Ricardo Guðmundsson

Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir

Tómas Guðjónsson 

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson

Til vara:

Agnes Rún Gylfadóttir

Jón Hjörvar Valgarðsson

Ástþór Jón Ragnheiðarson

Davíð Pálsson

Guðjón Örn Sigtryggsson

Oddur Sigþór Hilmarsson