Fundur með Heiðu Björg og Helgu Völu

Fundurinn var haldinn 22. október kl. 20 á Zoom, hér er að finna upptöku af fundinum

Þær Heiða Björg Hilmisdóttir og Helga Vala Helgadóttir hafa báðir gefið kost á sér til varaformennsku Samfylkingarinnar. Landsfundurinn í ár verður haldinn alfarið með rafrænu sniði. Því var ekki úr vegi að halda Zoom fund með þessum frambærilegu fulltrúum okkar.

Samfylkingarfélagið í Reykjavík skipulagði fundinn sem var opinn öllum og var mætingin og áhuginn var vonum fram og voru að jafnaði á milli 155 - 168 á fundinum. Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður og rithöfundur var fundarstjóri og Ellen Calmon varaborgarfulltrúi og forman SffR var honum til aðstoðar og tók við þeim fjölmörgu spurningum sem bárust frá áhorfendum.

Fundurinn var tekinn upp á Zoom og hefur upptakan verið birt á Youtube-rás Samfylkingarinnar. Þið getið horft á fundinn hér fyrir neðan.