Kynningar á framboðum

Á landsfundi er kosið í embætti innan flokksins

Formaður skal kjörinn á reglulegum landsfundi. Kjörgengir eru allir félagar 18 ára og eldri. Framboð til formanns skulu berast framkvæmdastjórn skriflega eigi síðar en einni viku fyrir upphaf landsfundar, 29. október. Kosning skal fara fram þótt aðeins einn hafi gefið kost á sér.

Á reglulegum landsfundi skal kjósa til tveggja ára sem hér segir: 

a. Stjórn flokksins: (aðra en formann þingflokks og formann sveitarstjórnarráðs); formann flokksins (nema viðhöfð sé allsherjaratkvæðagreiðsla), varaformann, ritara, gjaldkera flokksins og formann framkvæmdastjórnar hvern um sig sérstaklega og í ofangreindri röð. 

b. Framkvæmdastjórn: Sex fulltrúa og sex til vara. Atkvæðaseðill er ekki gildur nema kosnir séu a.m.k. sex fulltrúar og er ógildur ef kosnir eru fleiri en tólf fulltrúar. Þau sex sem flest atkvæði hljóta teljast réttkjörnir aðalfulltrúar. Næstu sex sem hljóta næstflest atkvæði án þess að ná kjöri sem aðalfulltrúar teljast réttkjörnir varafulltrúar. 

c. Þrjátíu fulltrúa í flokksstjórn. 

d. Formann laganefndar, (framkvæmdastjórn skipar aðra tvo fulltrúa í stjórn laganefnd eftir landsfund).

Þar sem ekki er hægt að halda hefðbundinn landsfund og hann með rafrænum hætti í ár viljum við bjóða frambjóðendum að kynna sig á heimasíðu flokksins. Hægt er að senda inn mynd og 250 orða kynningartexta, öll orð umfram það verða skorin af. 

Þeir sem hyggjast bjóða sig í embætti stjórnar flokksins gefst auk þess kostur á að senda inn 40 sek. kynningarmyndband, allt eftir það verður klippt af. 

Kynningarefnið verður gert aðgengilegt á heimasíðunni eftir 30. október. Þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á landsfundi til allra embæta, nema formann flokksins, mun skrifstofan bæta inn kynningarefni frambjóðenda eins fljótt og auðið er, eins og það berst, þar til frestur rennur út. Því eru þeir sem hafa hug á framboði hvattir til að senda skrifstofunni kynningarefnið svo hægt sé að undirbúa kynninguna á heimasíðunni. Algjörs trúnaðar verður gætt, eftir óskum.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu ef frekari upplýsinga er óskað með því að senda póst á [email protected] eða í síma 414 2200.

Hér er að finna framboðsskráningu sem þarf að senda inn hyggist þú bjóða þig fram í embætti.