Landsfundur 2020 í rafrænu formi

Í ár mun landsfundur Samfylkingarinnar vera með rafrænu sniði

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn í gegnum fjarfundarbúnað dagana 6. og 7. nóvember. Hægt er að hafa samband við skrifstofu ef frekari upplýsinga er óskað með því að senda póst á [email protected] eða í síma 414 2200.

Landsfundargjald er kr. 2.900 og 1.900 fyrir námsmenn í fullu námi, lífeyrisþega og atvinnuleytendur. Við greiðslu gjaldsins fá landsfundarfulltrúar kjörgengi til að greiða atkvæði vegna kosninga á fundinum, fundurinn og allar atkvæðagreiðslur verða með rafrænum hætti.

Kosningar á fundinum verða rafrænar og kosið í gegnum tölvu eða snjalltæki. Landsfundarfulltrúar þurfa því að tryggja að þeir hafi gild rafræn skilríki fyrir landsfund.

Stofnaðar hafa verið kröfur í heimabönkum hjá kjörnum landsfundarfulltrúum með eindaga 6. nóvember n.k.  Hafir þú ekki heimabanka þarf að hafa samband við skrifstofu eigi síðar en miðvikudaginn 4. nóv. til að ganga frá greiðslu á annan hátt. Netfang [email protected] eða í  síma 414 2200.