Landsfundargjald – greitt fyrirfram

Landsfundargjald er kr. 2.900 og 1.900 fyrir námsmenn í fullu námi, lífeyrisþega og atvinnuleitendur. Við greiðslu gjaldsins fá landsfundarfulltrúar kjörgengi til að greiða atkvæði vegna kosninga á fundinum, fundurinn og allar atkvæðagreiðslur verða með rafrænum hætti. 

Stofnaðar hafa verið kröfur í heimabönkum hjá kjörnum landsfundarfulltrúum með eindaga 6. nóvember n.k.  Hafir þú ekki heimabanka þarf að hafa samband við skrifstofu eigi síðar en miðvikudaginn 4. nóv. til að ganga frá greiðslu á annan hátt. Netfang [email protected] eða í  síma 414 2200.   

Hafir þú fengið kröfu upp á fullt gjald en átt rétt á lægra gjaldi, vinsamlegast sendu póst á [email protected] með upplýsingum um þig.  

Kjörskrá lokar föstudaginn 6. nóv. kl. 16.15 fyrir formannskjör sem hefst kl. 16.30 sama dag og lýkur kl. 17.30. 

Kjörskrá til annarra embætta lokar föstudaginn 6. nóv. kl. 19.00 eins og framboðsfrestur í embætti.

Við hvetjum landsfundarfulltrúa til þess að ganga frá greiðslu landsfundargjalds sem fyrst.