Reykjavíkurborg hefur viðræður við ríkið um neyslurými

Það er mikilvægt að í okkar samfélagi sé slíkt úrræði sem standi fólki opið
Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um neyslurými í Reykjavík var einróma samþykkt.
Lagt var til að velferðarsviði verði falið að ganga til viðræðna við heilbrigðisráðuneytið um sameiginlegan rekstur á neyslurými í Reykjavík. Í framhaldinu verði lögð fram kostnaðarmetin tillaga til meðferðar velferðarráðs og samþykktar í borgarráði.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi bókun:
Við viljum stuðla að því að neyslurými opni í Reykjavík. Markmið okkar er að halda áfram innleiðingu skaðaminnkandi hugmyndafræði í þjónustu Reykjavíkurborgar sem er mannréttindamiðuð nálgun sem byggist á því að draga úr skaða og aðstoða einstaklinga á þeirra eigin forsendum. Til að neyslurými verði að veruleika og nái þeim árangri sem lagt er upp með þarf samstarf við heilbrigðisráðuneyti um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Reynsla annarra landa sýnir að opnun neyslurýma dregur úr skaðlegum afleiðingum sem fylgja neyslu ávana- og fíkniefna. Neyslurými stuðla einnig að því að færri neyta slíkra efna utandyra á almannafæri og hafa neyslurými því einnig jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Neyslurými eru skaðaminnkandi úrræði sem dregur úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar löglegra og ólöglegra ávana- og fíkniefna án þess endilega að draga úr notkun ávana- og fíkniefna,Tillagan í heild sinni