Viktor Stefánsson er nýr formaður Hallveigar

Nýr formaður og stjórn Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

Viktor Stefánsson, stjórnmálahagfræðingur og formaður Hallveigar

Viktor Stefánsson, 29 ára stjórnmálahagfræðingur, var kjörinn forseti Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, á rafrænum aðalfundi félagsins í gærkvöldi.

Viktor tekur við af Ingibjörgu Ruth Gulin sem gegnt hefur embættinu undanfarið starfsár. 

Á aðalfundi var stækkun stjórnar félagsins samþykkt og sitja nú samtals tíu manns í stjórn þess. 

Nýjir stjórnarmeðlimir sem einnig náðu kjöri eru Halla Gunnarsdóttir, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Ída Finnbogadóttir, Jón Kristinn Einarsson, Diljá Þorkelsdóttir, Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, Stefán Gunnar Sigurðsson, Glódís Guðgeirsdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson.