Jóna Þórey nýr forseti Rannveigar

Í gær fór fram aðalfundur Rannveigar - Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Jóna Þórey Pétursdóttir var kjörin forseti en í stjórn sitja einnig Arnar Ingi Ingason, Freyr Snorrason, Gréta Jónasdóttir, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Vaka Lind Birkisdóttir og Þorbjörg Arna Jónasdóttir.
Ég óska Jónu innilega til hamingju með kjörið og öllum nýjum stjórnarmeðlimum, og þakka Jónas Már Torfason fráfarandi formanni innilega fyrir störf sín síðastliðin ár.
Rannveig Guðmundsdóttir, sem félagið er nefnt eftir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, þingmaður, félagsmálaráðherra og forseti Norðurlandaráðs, ávarpaði fundinn og hvatti ungt fólk í Kópavogi til dáða.