Heiða Björg endurkjörin varaformaður

Heiða Björg Hilmisdóttir náði endurkjöri í varaformannskosningum á landsfundi Samfylkingarinnar. 

Metþátttaka var í kosningum. Alls greiddu 889 atkvæði og var kjörsókn 94%. Heiða hlaut 534 atkvæði sem samsvarar 60%. 

Helga Vala Helgadóttir hlaut 351 atkvæði sem samsvarar 40%. 

4 skiluðu auðu. 

Heiða hefur verið varaformaður síðan í janúar 2017.