Ný stjórn Verkalýðsmálaráð

Ráðið samanstendur af fólki með fjölþætta tengingu við Verkalýðshreyfinguna og brennandi áhuga á verkalýðsmálum.

Nýkjörin stjórn Verkalýðsmálaráðs Samfylkingar hittist á sínum fyrsta fundi  fim 19.nóv. 

Á fundinum var farið yfir starfið á síðasta kjörtímabili og ákveðið að halda áfram á nýju ári  með  fundum á zoom, og í raunheimum um leið og það má með rjúkandi kaffi og vöfflum.

Á fundina verði boðið sérstaklega  forystufólki í verkalýðsmálum og kjörnum fulltrúum.

Ákveðið var að Kristín Erna héldi áfram sem formaður,  Guðrún Erlings varaformaður og Nanna Hermannsdóttir er ritari stjórnar.

Stjórnin ætlar að hafa fasta fundi þriðja hvern miðvikudag kl. 17:00.  

Verkefni kjörtímabilsins verða m.a.

  • Efla tengsl Samfylkingarinnar við Verkalýðshreyfinguna.
  • Efla tengslin við Samfylkingarfólk í Verkalýðshreyfingunni um allt land.
  • Hvetja fleiri til að skrá sig í ráðið og taka þátt í stefnumótun og starfi.
  • Hvetja Verkaýðshreyfinguna sem stóra hreyfingu vinnandi fólks til að  beita sér í þágu almennings í öllum stórum málum sem upp koma og varða almenning.
  • Huga sérstaklega að verkafólki á landsbyggðinni og hvernig hægt sé að ná best til þeirra.
  • Endurskoða lög Samfylkingarinn um Verkalýðsmálaráð og leggja fyrir laganefnd.