Reykjavík bakhjarl Græna hraðalsins

©Reykjavik.is - þúfa, harpa, reykjavík

Græn framtíð

Reykjavíkurborg samþykkti að gerast bakhjarl Græna hraðalsins sem er samstarfsverkefni Þróunnarfélags á Breiðinni og á Grundartanga. Grænn hraðall snýst um að koma nýsköpunargeiranum á Íslandi á fulla ferð í baráttunni við loftslagsvandann hérlendis og erlendis. Viðskiptahraðallinn beinir sjónum sínum að því að efla og þróa tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum. Í lok þessa 10 vikna hraðals verða þátttakendur vel í stakk búin að sækja um styrki í Innovation fund Evrópusambandsins.

 

Þetta er í takt við áherslur Græna plansins um efnahagslega endurreisn sem samþykkt var í vor. Einnig er þetta mikilvægt atriði þegar kemur að því að uppfylla Parísarsáttmálann með því að skapa samhent átak og öflugan samstarfsvettvang milli nýsköpunarsamfélagsins, ríkis og borgar um úrlausnir í loftslagsmálum sem mun efla græna nýsköpun í landinu. Viðspyrnan vegna COVID þarf að vera græn.

 

Allir flokkar samþykktu tillögunina nema fulltrúi Miðflokksins sat hjá og skilaði bókun. Hægt er að lesa fundargerð frá 17.11.2020 og tillöguna í heild sinni.