Gagnrýni á fjárlög ríkisstjórnarinnar

Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar vantar áætlun um hvernig koma megi hagvexti aftur í gang, draga úr atvinnuleysi og slá á þá miklu óvissu sem nú heldur aftur af fyrirtækjum og fjárfestingum. Staðreyndin er sú að fjöldaatvinnuleysi er sóun sem við höfum ekki efni á og algjör óvissa fyrir fólk og fyrirtæki er gríðarlega kostnaðarsöm.

Hér má finna 20 gagnrýnispunkta á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar

1.     Haldið er í sérstaka aðhaldskröfu á sjúkrahús, skóla og hjúkrunarheimili. Og það á tímum Covid. Aðhaldskrafan á heilbrigðiskerfið er meira en 2,2 milljarðar kr.

a.     Landspítalinn þarf enn að glíma við tæplega 4 milljarða kr. uppsafnaðan halla sem takmarkar getu spítalans til að bregðast við nú þegar erfiðu ástandi. Meirihluta ársins hefur spítalinn verið á óvissustigi, hættustigi eða neyðarstigi. Enn býr spítalinn við útskriftarvanda sem ætti að vera fyrir löngu búið að leysa. Þá er ekki mætt að öllu leyti öldrun þjóðarinnar og fjölgun hennar.

2.     Aldraðir og öryrkjar þurfa enn eitt árið að bíða eftir marglofuðum kjarabótum.

3.     Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar er einungis um 1% af landsframleiðslu og skapar það einungis um 1.200 bein störf.

a.     Um 85% af störfunum sem verða til vegna hins sérstaka „fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar vegna Covid“ lenda hjá körlum.

4.     Aukningin í umhverfismál (án ofanflóðavarna) fyrir næsta ár er 0,05% af landsframleiðslu.

5.     Viðbótin til nýsköpunar er einungis 0,3% af landsframleiðslu og er það fáránlega lítið miða við að við erum að glíma við dýpstu kreppu okkar í 100 ár.Nýsköpunarmiðstöð Íslands á að leggja niður og spara um 300 m kr.

6.     Sveitarfélögin hafa metið fjárþörf sína 50 milljarða á þessu ári og því næsta. Ekki þarf að fjölyrða um að ekki er verið koma nálægt þeirra kröfum í þessu frumvarpi.

a.     „Stefna ríkisins fram að þessu hefur gengið þvert á ráðgjöf OECD til aðildarríkjanna og það sem önnur norræn ríki eru að gera gagnvart sveitarfélögum“, Reykjavíkurborg.

7.     Kennarasamband Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með áætluð fjárframlög til framhaldsskólanna í fjárlagafrumvarpinu. Þá er mikilvægt að tryggja aukið gangsæji þegar kemur að húsaleigu framhaldsskóla en stór hluti af þeirri aukningu sem hefur runnið til þeirra er til að mæta húsaleigu sem rennur til ríkisins.

8.     Ekki er mætt brýnum þörfum fjölskyldna í landinu eða unnið markvisst gegn ójöfnuði.

a.     Of lágar atvinnuleysisbætur hafa verið nefndar hér að ofan en hækkun þeirra hefur verið talin vera sérstaklega mikilvæg og góð leið til að koma peningum þar sem þeirra er þörf en einnig þar sem þeir gera mest gagn með því að fara strax aftur út í hagkerfið.

b.     BHM skrifar um frumvarpið: „Séu barnabæturnar umreiknaðar yfir á hvert barn á Íslandi á verðlagi ársins 2021 má sjá að framlög til barnabóta skerðast á hvert barn á Íslandi“

c.     BSRB skrifar og segir: „Með þessu [um atvinnuleysisbætur og almannatryggingar] er verið að taka ákvörðun um að auka ójöfnuð“

9.     Framlög til Samkeppniseftirlitsins lækka á næsta ári sem er sérstaklega mikið áhyggjuefni á tímum mikils umróts í íslensku efnahagslífi.

10.  Framlög til „náttúruverndar, skógræktar og landgræðslu lækkar einnig.

11.  Ríkisútvarpið fær 300 mkr lækkun og uppsagnir eru hafnar þar. Ekki fengu fullnægjandi skýringar á þessari lækkun og þar með talið af hverju verið sé að lækka innheimtuhlutfall útvarpsgjalds með þeim hætti sem hér er gert.

12.  Vaxtabætur halda áfram að lækka á vakt þessarar ríkisstjórnarinnar

13.  Um menningu og listir: „Málaflokkurinn [Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál] má ekki við skerðingum sem þessum, hvað þá á tíma sem þessum“, Landsamband ungmennafélaga. „Í ljósi þessa er það nokkurt áhyggjuefni að dregið er úr rekstrarframlögum til styrkja á sviði lista- og menningar í fjárlögum 2021“, BHM

14.  Fjármunir til menningar, lista og æskulýðsstarfa minnka á hverju ári næstu fimm árin sé litið til fjármálaáætlunar. Sama gerist með samgöngumálin. Nýsköpun og rannsóknir fá árlega lækkun eftir 2022. Eru þetta ekki allt mikilvægir innviðir sem við höfum heyrt að eigi og þurfi að bæta við?

15.  „Varanleg lækkun tekna ríkissjóðs vegna þessara skattalækkana er 34 ma.kr. árlega. Þar vega þyngst lækkun tekjuskatts á einstaklinga, varanleg lækkun á tryggingargjaldi ásamt lækkun veiðigjalda og bankaskatts. Á árinu 2021 stendur til að lækka skatta enn frekar með lækkun fjármagnstekjuskatts og hækkun frítekjumarks erfðafjárskatts“, BSRB

a.     „ASÍ gagnrýnir áform um breytingar á fjármagnstekjuskatti sem boðuð eru í fjárlagafrumvarpi“, ASÍ

16.  Veiðileyfagjöld hafa lækkað um tæp 30% síðan þessi ríkisstjórn tók við.

a.     Hefðu veiðileyfagjöldin verið jafnhá og þau voru þegar þessi ríkisstjórn tók við hefðu þau skilað um 15 milljörðum kr. meira til þjóðarinnar.

b.     Undanfarin ár hafa útgerðarmenn greidd sjálfum sér hærri arð heldur það sem þjóðin fær í veiðileyfagjald. Fyrir þetta ár er nær gjaldið ekki einu sinni að dekka þann kostnað sem ríkið verður vegna fyrirtækjanna. Lax og silungsveiðimenn greiddu hærra fyrir sín veiðileyfi en stórútgerðin.

c.     Samt jókst eigið fé sjávarútvegsfyrirtækjanna um 60% á 5 árum. Arðgreiðslurnar sem renna bara í vasa útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra voru yfir 60 milljörðum á 5 árum.

d.     30 stærstu útgerðirnar (af 900 aðilum) greiða um 80% veiðileyfagjaldsins.

17.  Algjörlega vantar mun öflugri aðgerðir til að styrkja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Sem fyrr er iðnaðarmaðurinn, búðareigandi, hárgreiðslustofan, litla þjónustufyrirtækið, alveg munaðarlaus í aðgerðum ríkisstjórnarinnar, talandi ekki um fyrirtækin í ferðaþjónustu.

18.  Þá er sérstaklega mikilvægt að huga að grunnstofnunum út um allt land s.s. heilbrigðisstofnunum þar ásamt löggæslu en fjölmörg landshlutasamtök höfðu áhyggjur af þeim.

19.  Vakin er athygli og tekið er undir þann aðgerðarlista sem Geðhjálp kynnti fyrir fjárlaganefndinni en Geðhjálp benti á að það megi búast við að áhrif Covid-19 faraldursins komi ekki að fullu í ljós fyrr en eftir mörg ár. Mikilvægt er að tryggja fjármagn til að auka niðurgreiðslu sálfræðinga.

20.  Þá er sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af einstökum félagasamtökum s.s. SÁÁ, Samtökunum 78, Stígamótum, Mæðrastyrksnefndum, Barnaheill og fleiri slíkum samtökum sem mörg hver eru að glíma við fordæmalausa ásókn í aðstoð þeirra.