Kallað eftir tilnefningum

Fulltrúaráð Samfylkingarfélaganna í Reykjavík, FSR, hefur samþykkt að uppstillinganefnd stilli upp listum fyrir komandi alþingiskosningar samanber meðfylgjandi samþykkt frá fundi FSR 26. nóvember síðast liðinn.

Í samþykktinni felst að kallað verði eftir tilnefningum frá flokksfélögum í Reykjavík, þar sem þau eru spurð hvaða fólk þau vilji helst sjá á listum Samfylkingarinnar í Reykjavík við næstu kosningar.

Í framhaldi af tilnefningarferlinu fer fram könnun meðal flokksfólks þar sem þau verða beðin um að merkja við þau sem þeim hugnast best af þeim sem tilnefnd eru. Niðurstöður könnunarinnar verða svo verkfæri uppstillinganefndar við samsetningu framboðslista.

Þegar tilnefningar hafa borist mun stjórn FSR kanna hvort viðkomandi er tilbúin/n að gefa kost á sér.

Með þessu bréfi óska ég eftir tilnefningu frá þér. Heimilt er að tilnefna allt að 10 einstaklinga og ekkert mælir gegn því að hver og ein/n gefi kost á sjálfri/um sér (það er ekki skilyrði að viðkomandi sé nú þegar félagi í flokknum).

Ég hvet þig til að huga að fjölbreytileika í tilnefningum þínum til að auðvelda okkur að ná saman framboðslistum í Reykjavík sem endurspegla þá breiðfylkingu sem Samfylkingin er.

Tilnefningarferlið stendur til miðnættis 10.desember 2020 og tilnefningar má senda á netfangið [email protected] og er fullum trúnaði heitið.

Tímasetningar fyrir tilnefningar og könnun:

30/11 kl. 14:00 Tilnefningar byrja að berast

10/12 kl. 12:00 Félagaskrá lokar fyrir könnun

14/12 kl. 12:00 Könnun opnar

20/12 kl. 24:00 Könnun lokar

21/12 kl. 10:00 formaður FSR sækir niðurstöður könnunar til Þórðar í Outcome

21/12 kl. 12:00 Uppstillinganefnd fær lista yfir þá sem urðu í 1-5 sæti, 6-10 sæti osfrv. í stafrófsröð.

Með baráttukveðju f.h. stjórnar FSR
Hörður J. Oddfríðarson
Formaður FSR