Breytingartillögur við fjárlög

Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar vantar áætlun um hvernig koma megi hagvexti aftur í gang, draga úr atvinnuleysi og slá á þá miklu óvissu sem nú heldur aftur af fyrirtækjum og fjárfestingum. Staðreyndin er sú að fjöldaatvinnuleysi er sóun sem við höfum ekki efni á og algjör óvissa fyrir fólk og fyrirtæki er gríðarlega kostnaðarsöm

Með breytingartillögum Samfylkingarinnar við fjárlög viljum við ýta undir fjölgun starfa bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, létta undir með atvinnulausu fólki og fjölskyldum þeirra. Ásamt því að leggja leggja ríka áherslu á loftslagsmál og beita ríkisvaldinu af krafti til að fjárfesta í grænni uppbyggingu til að renna fjölbreyttari stoðum undir útflutning og verðmætasköpun á Íslandi.

Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar vantar áætlun um hvernig koma megi hagvexti aftur í gang, draga úr atvinnuleysi og slá á þá miklu óvissu sem nú heldur aftur af fyrirtækjum og fjárfestingum. Staðreyndin er sú að fjöldaatvinnuleysi er sóun sem við höfum ekki efni á og algjör óvissa fyrir fólk og fyrirtæki er gríðarlega kostnaðarsöm. Allt stefnir í að um 25.000 manns verði atvinnulausir um jólin. Enn eru atvinnuleysisbætur mjög lágar. Bil milli lágmarkslauna og örorku- og ellilífeyrisbóta breikkar og sveitarfélögin fá ekki það fjármagn sem til þarf til að bregðast við tekjufalli. 

 Ríkisstjórnin hefur boðað fjárfestingarátak, sem er þó einungis 1% af landsframleiðslu og mun aðeins skapa 1.200 bein störf, þar af um 85% hefðbundin karlastörf. Landspítalinn þarf enn að glíma við tæplega 4 milljarða kr. uppsafnaðan halla sem takmarkar getu spítalans til að bregðast við erfiðu ástandi en samt býr spítalinn ásamt hjúkrunarheimilum og skólum við sérstaka aðhaldskröfu frá ríkisstjórninni. Enn fremur eru framlög til Samkeppniseftirlitisins og Ríkisútvarpsins skorin niður á tímum þar sem ætti frekar að bæta í fjármagn til þeirra.

Samfylkingin leggur til 13 breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið:. 

1.    4 ma. í Landspítalann

2.    5 ma. í loftslagsmál

3.    4 ma. í atvinnuleysisbætur

4.    15 ma. í lækkun tryggingagjalds

5.    2 ma. í barnabætur

6.    5 ma. í Tækniþróunarsjóð

7.    4 ma. til öryrkja

8.    4 ma. til aldraða

9.    1 ma. í aðrar heilbrigðisstofnanir

10.  2 ma. í jöfnunarsjóð sveitarfélaga

11.  200 m kr. í SÁÁ

12.  300 m kr. í Nýsköpunarsjóð námsmanna

13.  160 m kr. í RÚV