Tvenn erindi frá stjórn Verkalýðsmálaráðs

Kæri félagi,

Í þessu bréfi eru tvenn erindi frá stjórn Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.

Styttum boðleiðir

1.     Stjórn Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar hefur sett sér það markmið að ná til félagsmanna stéttarfélaga um allt land.  Markmiðið er að efla tengsl verkalýðshreyfingarinnar og Samfylkingarinnar með því að stytta og styrkja boðleiðir þeirra á milli.  Ef þú félagi góður starfar í hreyfingunni og/eða hefur sérlegan áhuga á verkalýðsmálum, biðjum við þig að senda okkur línu á netfangið [email protected] eða slá á þráðinn í síma 898-7378.

 

Hvað er jafnaðarstefnan?

2.     Samfylkingin hefur staðið fyrir námskeiðum um jafnaðarstefnuna. Við hjá Verkalýðsmálaráði ætlum að bjóða fólki úr verkalýðshreyfingunni á námskeiðið: Hvað er jafnaðarstefnan?, byggt á samnefndri bók eftir Ann-Marie Lindgren og Ingvar Carlsson sem Samfylkingin í Reykjavík gaf út árið 2015. Námskeiðið er þriggja kvölda, 6 klst. námskeið þar sem teknir eru fyrir 2 kaflar bókarinnar í hvert sinn. Námskeiðið er meir í ætt við leshring en eiginlegt námskeið, leiðbeinandi fer í upphafi yfir efni kvöldsins á 15-20 mínútum og síðan ræða þátttakendur efnið.
Ef þú hefur áhuga á að sækja námskeiðið láttu okkur þá vita með því að senda póst á [email protected]. 20 geta sótt námskeiðið í hvert sinn. Leiðbeinandi verður Kjartan Valgarðsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.

 

Með bestu kveðjum frá stjórn verkalýðsmálaráðs,

Kristín Erna Arnardóttir
Ástþór Jón Ragnheiðarson
Guðjón V. Guðjónsson
Guðrún Erlingsdóttir
Nanna Hermannsdóttir