Sóknarátak

Nú leitum við til þín, kæri félagi, með bón um að þú aðstoðir okkur vegferð jafnaðarstefnunni. Þú getur gert það núna með hóflegu fjárframlagi, 3.000 kr. sem þú getur greitt í heimabankanum en þar bíður þín greiðsluseðill frá Samfylkingunni.

Í síðustu viku var sent út sóknarátak í heimabanka allra skráðra flokksfélga og stuðningsmanna. Krafan er valkvæð og sé hún ógreidd fellur hún sjálfkrafa niður 4. júní. 

Viljir þú skrá þig úr flokknum er hægt að gera það með einföldum hætti hér, það sem þú þarft að gera er að velja afskráning og vera með rafræn skilríki eða Íslykil.

Öll með skráð netfang í félagaskrá flokksins á að hafa borist eftirfarandi bréf í tölvupósti.

Kæri félagi

Við Íslendingar stöndum á tímamótum sem samfélag og erum að ganga í gegnum alvarlega efnahagskreppu vegna heimsfaraldurs. Við í Samfylkingunni leggjum mikla áherslu á að byrðum vegna hennar verði deilt með jafnari hætti en raun ber vitni. Stórir hópar á atvinnumarkaðnum hafa orðið fyrir miklu áfalli og fátt lítið sem grípur þau, þetta þarf að laga og við hjá Samfylkingunni erum tilbúin í það verkefni. 
Við höfum lagt fram tillögur, á þingi og í sveitarstjórnum, sem koma mun betur til móts við þá sem harðast hafa orðið úti vegna veirunnar en þau úrræði sem standa þeim nú til boða. Tillögur um hækkaðar atvinnuleysisbætur og sérstakan stuðning við viðkvæma hópa og lagt fram efnahagsáætlun okkar sem við kynntum fyrir áramót og köllum Ábyrgu leiðina.
Við viljum styrkja græna efnahagslega viðspyrnu sem gagnast almennu launafólki, og bæta kjör venjulegs vinnandi fjölskyldufólks.
Við viljum vinna með samtökum launafólks og verkalýðshreyfingunni.
Við viljum vinda ofan af misskiptingu og ranglæti í samfélaginu, svo sem með því að almenningur fái sanngjarnan arð af auðlindunum.
Við viljum vera í fararbroddi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og hraða orkuskiptum í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, atvinnurekendur og almenning – án þess að þeir lægst launuðu í samfélaginu þurfi að taka á sig óhóflegar byrðar.
Alþingiskosningar verða í lok september á þessu ári. Við finnum að jafnaðarmenn eru að sækja í sig veðrið, stuðningur við okkur fer vaxandi. Sterkir framboðslistar verða kynntir á næstu vikum og mánuðum og við erum ákveðin í að vinna góðan sigur, en mestu máli skiptir að við fáum ríkisstjórn jöfnuðar og réttlætis. Miklu skiptir að Samfylkingin verði forystuafl í myndun næstu ríkisstjórnar.

Nú leitum við til þín, kæri félagi, með bón um að þú takir þátt í þessari vegferð með okkur. Þú getur gert það núna með hóflegu fjárframlagi, 3.000 kr. sem þú getur greitt í heimabankanum en þar bíður þín greiðsluseðill frá Samfylkingunni. Af þínu framlagi renna 2.000 kr. til þíns kjördæmisráðs og 1.000 kr. til flokksins. Krafan er valkvæð og sé hún ógreidd fellur hún sjálfkrafa niður 4. júní. 

Með baráttukveðjum,
Logi, Heiða og Kjartan.